Verkgreina- og bekkjarkennarar í Hólabrekkuskóla fengu okkur í NKG á fund sinn í dag til að fræðast um mögulegar leiðir varðandi innleiðingu Nýsköpunarmenntar og NKG inn í skólastarfið. Það er skemmst frá því að segja að mikill kraftur var í kennurum skólans, áhugi og hugmyndir.

Í lok fyrirlestrar um NKG var ákveðið að bekkjarkennarar tækju að sér fyrsta kaflann í Handbók um nýsköpunarmennt, kaflann sem fer yfir hvernig við fáum hugmyndir og hvernig er hægt að virkja nemendur á skapandi hátt til að hugsa um vandamál og hugsanlegar lausnir í umhverfi sínu. Í kjölfarið taka svo tveir verkgreinakennarar við keflinu og aðstoða nemendur við að útfæra hugmyndir sínar í líkön í smíðastofunni.

Hlakka til að sjá afraksturinn, takk fyrir mig 🙂

Anna Þóra Ísfold
Verkefna- og viðburðastjóri NKG