Heil og sæl kæru hugmyndasmiðir og forráðarmenn,

Farið var í vísindaferð til Marel í lok fyrri vinnusmiðjudags NKG í maí síðastliðnum. Þátttakendur fengu að fræðast um nýsköpun og starfsemi Marel, skemmta sér í vísindatækjum, fengu dýrindis veitingar og gjöf frá Marel. Við þetta tækifæri náðist afar skemmtileg hópmynd af þeim sem komust í vísindaferðina.

Til að fá sent útprentað eintak af hópmynd til minningar um Nýsköpunarkeppnina og heimsóknina í Marel, vinsamlega hafið samband við Bergþóru Aradóttur – Bergthora.Aradottir@marel.com fyrir lok júní.