Þá er dagskrá vinnustofunnar, loks orðin klár en tafir hafa orðið á að gera hana, þar sem ákveðið var á lokametrunum, að stytta vinnustofuna um einn dag. Er það gert til að þau börn, sem koma utan af landi, þurfi ekki útvega sér gistingu, lengur en þörf er á í bænum eða keyra oft fram og til baka, til Reykjavíkur.
Einnig er það gert til að bæta fyrirkomulag vinnustofunnar. Hingað til hefur fjármálafræðslan og gerð viðskiptalíkans, verið á laugardeginum. Þá eru nemendur búnir að skila af sér veggspjaldi og frumgerð, og því nýtist ekki þessi mikilvæga fræðsla og stuðningur, fyrir hugmyndina sjálfa. Nú verður byrjað í Arion banka svo þegar nemendur koma upp í HR í hádeginu, ættu allir að vera komnir með allar nauðsynlega upplýsingar fyrir veggspjald sitt.

Dagskráin í ár lítur því út svona:

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2017 – 20. Maí kl. 13:00 – 15:00 í HR

 13:00

Yngvi Björnsson, forseti tölvunarfræðideildar HR býður gesti velkomna

13:05

Þorsteinn Ingi Sigfússon, Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Flytur opnunarávarp og stýrir dagskrá

13:10

Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor Háskóla Íslands

Ræða, afhending verðlauna og viðurkenningarskjala

13:20

Ræður nemenda

Ræður nemenda. Hugmyndasmiðir segja frá hugmynd sinni

13:25

Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar Arion banka

Afhending verðlauna og viðurkenningarskjala

13:35

Ræður nemenda. Hugmyndasmiðir segja frá hugmynd sinni

Svava Arnardóttir, Landsforseti JCI Ísland

Verðlaunaafhending: ræðumaður NKG 2017

13:40

Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Afhending verðlauna og viðurkenningarskjala

13:50

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra

Dagbjört Vestmann, rekstrarstjóri  ELKO

Afhending verðlauna og viðurkenningarskjala

14:10 – 15:00

Sýning á verkum þátttakenda

Við hlökkum til að sjá ykkur á vinnustofunni

Með bestu kveðju, fyrir hönd NKG

Eyjólfur B. Eyjólfsson, verkefnastjóri NKG – eyjolfure@nmi.is – GSM: 770 4030