Eins og flest annað í samfélaginu, var NKG 2020 með öðru sniði, vegna Covid 19 en þrátt fyrir allt mótlætið, komu ótrúlega margar flottar hugmyndir inn frá unga fólkinu okkar. Það sýnir okkar bara að við höfum virkilega frábæra kennara og endalaust af ungum snillingum, sem geta – og munu – hafa jákvæð áhrif á framtíðarsamfélag okkar. Við erum í góðum höndum:)

Við vonum sannarlega að 2021 verði auðveldara fyrir okkur öll og að við verðum komin í nokkuð eðlilegt ástand, með vorinu.

Hlökkum til að sjá nýjar umsóknir en frestur til að skila inn hugmyndum rennur út fimmtudaginn 15. apríl 2021, kl. 16:00: https://www.facebook.com/events/385149312769604