Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldin í HR , sunnudaginn 22. maí. Það voru 39 hugmyndaríkir krakkar úr 5. – 7. bekk sem komust áfram í vinnustofur og í úrslit keppninnar með samtals 27 hugmyndir. Vinnustofurnar stóðu yfir í þrjá daga sem hófst á fimmdaginn. Börnin unnu í tvo daga í HR að hugmyndum sínum, útbjuggu frumgerðir og kynningarspjöld sem var til sýnis á lokahófinu. Þriðja daginn unnu börnin í vinnusmiðju í Arion banka að fjármálalæsi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í fyrsta skiptið í ár utan um keppnina ásamt góðu samstarfi og stuðning frá HR, Arion banka og fleiri góða aðila, en eigandi keppninnar er mennta- og menningarmálaráðuneytið. Allir aðilar voru stoltir og ánægðir með árangurinn og ekki síst hvað börnin voru öll frábær, metnaðargjörn og dugleg í starfi sínu. Samtals 1750 hugmyndir bárust keppninni að þessu sinni, frá 38 skólum alls staðar að af landinu.

Myndir koma hér inn von bráðar, en hægt er að sjá þær einnig Facebook síðu okkar