Frá 2016 hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands sér um rekstur NKG í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Arion banka, Samtök Iðnaðarins, ELKO, IKEA, grunnskóla o.fl. aðila.

En nú verða breytingar á því þar sem Nýsköpunarmiðstöðin var lögð niður frá og með 1. júlí 2021 sbr. lög nr. 25/2021. Stjórnvöld leggja þó áherslu á að styðja m.a. áfram verkefni sem snerta nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í leik-, grunn- og framhaldsskólum og starfsþróun kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt sem miðstöðin hefur hingað til sinnt og mun Háskóli Íslands taka við verkefnum sem snúa að nýsköpunar- og frumkvöðlamennt(NFM) ungs fólks. Þessi verkefnin verða flutt á Menntavísindasvið Háskóla Íslands ásamt einu stöðugildi og hefur Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, sem sinnt hefur þessum verkefnunum hjá Nýsköpunarmiðstöð, tekið til starfa á Menntavísindasviði.

Á Menntavísindasviði er mikil reynsla af samstarfi við fyrri skólastig á ýmsum sviðum og býður sviðið upp á framhaldsnám fyrir kennara sem vilja efla þekkingu sína á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Þá stendur Háskólinn nú þegar að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að örva sköpunarþrótt ungs fólks, eins og Vísindasmiðjunni, LEGO-hönnunarkeppninni, Ungum vísindamönnum og hefur auk þess verið öflugur bakhjarl og þátttakandi í samstarfsverkefnum eins og Menntamaskínunni og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.

Er augljóst að NKG hefur komist í góðar hendur, upp í HÍ og mun keppnin án efa einugnis vaxa og dafna þar innandyra. Mörg tækifæri til staðar til að efla keppnina og NFM og mikil áhugi á öllum aðilum til að styða við þetta…það eru spennandi tímar framundan:)

Það voru þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs skólans, og Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem undirrituðu viljayfirlýsingu, um flutninga verkefnanna til HÍ, í Hátíðasal skólans á dögunum.

Fulltrúar þeirra aðila sem undirrituðu viljayfirlýsinguna á dögunum. Frá vinstri: Sigríður Ingvarsdóttir, Jón Atli Benediktsson, Lilja D. Alfreðsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Kolbrún Þ. Pálsdóttir. MYYND/Kristinn Ingvarsson