Út er komið námsheftið Vertu þinn eigin yfirmaður sem er námsefni í nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir miðstig grunnskóla.  Námsheftið er gefið út sem rafbók og þaðan má hlaða þeim niður sem pdf-skjali. Kennsluleiðbeiningar með Vertu þinn eigin yfirmaður eru einnig gefnar út sem rafbók.

Næsta stig eru kennsluleiðbeiningar í nýsköpunarmennt fyrir 7 – 10 bekk. Fyrri hluti heftisins hentar þó einnig vel kennara við að hjálpa yngri nemendum við hugmyndavinnuna sem liggur að baki allri nýsköpun . Efnið er þýtt úr dönsku úr efninu Elevbedrift sem samið var fyrir Fonden for Entreprenörskab (Frumkvöðlasjóð). Sjóðurinn er miðstöð þekkingar og uppbyggingar í Danmörku á sviði frumkvöðlastarfsemi í menntun á öllum skólastigum.

Heftin, ásamt mörgu öðru gagnlegu kennlsu- og stuðningsefni, má nálgast hér: https://nkg.is/kennslu-og-studningsefni/

Strax nýju ári, mun efnið verða kynnt betur fyrir kennurum og mun NKG bjóða upp á vinnustofur og heimsóknir í skóla, samliða því, til að styðja við kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í grunskólum landsins. Einnig mun annað námsefni verða kynnt á allra næstu vikum.

Námsefnið þetta er samstarfsverkefni NKG – Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, Menntamálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.