Þá hefur verið valið í vinnustofu NKG, þ.e. úrslitakeppnina en dómnefnd kom saman í síðustu viku. Hana skipa:

  • Ásdís Kristmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Einkaleyfastofu
  • Birna Rún Gísladóttir, sérfræðingur á þróunar- og markaðssviði Arion banka
  • Sirrý Sæmundsdóttir, hópstjóri innanhússhönnuða hjá IKEA
  • Hildur Sif Arnardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Yfir 1100 hugmyndir, frá 33 skólum víðsvegar af landinu, bárust að þessu sinni .

Var mikið verk og vandasamt var að velja 25 hugmyndir, úr þessum flotta hópi hugmyndaríkra grunnskólabarna sem komu fram með ótal frábærar hugmyndir, sem tengjast öllu milli himins og jarðar. Greinilegt er að það eru virkilega flott og skapandi fólk sem mun erfa landið.

En, – því miður þá komast ekki allir að og því þurfti að velja hugmyndir í úrslitin, – hér kemur listi yfir þátttakendur í vinnustofunni. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan stóra áfanga:

Hugmynd Lýsing á hugmynd Nafn nemenda Nafn hópfélaga Skóli Bekkur
Afgangur af mat Miðstöð sem tekur við og
útdeilir mat til fátækra
Bergvin Logi Ingason   Hofstaðaskóli 6
Applocker Forrit sem foreldrar nota til að
stýra tímanum sem krakkar eru í tölvuleikjum(farsímar, spjaldtölvur)
Anna Lilja Lárusdóttir Brekkubæjarskóli 7
Barnabjargari Handfangið á barnavagninum
skynjar hvort hendur séu á honum. Læsir dekkjunum ef svo er ekki.
Þóra Emelía Ólafsdóttir Lilja Diljá Ómarsdóttir Varmahlíðarskóli 7
Betri einkunnir Forrit sem hjálpar þér við
heimalærdóminn.
Magnhildur Marín Erlingsdóttir Silja Hrönn Sverrisdóttir Egilsstaðaskóli 7
Diskapör Diskur með hólfi sem geymir
hnífapörin
Anna Katrín Víðisdóttir Anna María Magnúsdóttir B. Flúðaskóli 7
Einföld Markatöng Markatöng sem hægt er að festa
fleiri gerðir af mörkum á. Þarf því barta að klípa í eyrað einu sinni, í stað
2-4 sinnum.
Indriði Ægir Þórarinsson Óskar Aron Stefánsson Varmahlíðarskóli 7
Ferðabursti Hárbursti með hólf fyrir
snyrtivörur,  hárteygjur osfrv.
Una Karen Guðmundsdóttir   Árskóli 5
Handarvasaljós Lítið (vasa)ljós, sem fest er á
vettlinga
Sindri Snær Ægisson Árskóli 5
Hitaskynjari fyrir krana Lítill hitamælir/skynjari sem
festur er á kranann.
Hjálmar Þór Helgason   Brúarskóli – Vesturhlíð 6
Hitchhiker guide to Iceland Forrit sem hjálpar fólki við að
fá far hjá öðrum eða boðið öðrum far
Kristín Hanna Guðmundsdóttir Davíð Fannar Guðmundsson Vallaskóli 6
Hljóð ól Ef maður tínir hundinum sínum,
getur maður kveikt á hljóði(frá farsíma) sem hundirnn þekkir sem merki til að
koma til þín.
Viktoría Ír Arnarsdóttir Heiba Yanet Echegaray Rimaskóli 7
Hlutverkaapp Forrit sem sýnir
hlutverkaskiptingu fjölskyldumeðlima.
Eva Bjarkey Þorsteinsdóttir Hofstaðaskóli 7
Hundasjampógreiða Hundabursti með innbyggðu hólfi
fyrir sjampó.
Emilía Stefanía Erlendsdóttir   Seljaskóli 5
Klemmusnagi Snagi með teygju á, sem
“lokar” fötin á snaganum, svo þau detta ekki niður
Arna Sól Orradóttir Seljaskóli 5
Kútasundbolur Sundbolur með innsaumuðum kút,
sem hægt er að blása upp.
Emma Sól Rögnvaldsdóttir   Seljaskóli 5
Lásahjólagrindin Hjólgrind með innbyggði læsingu.
Grindin lokast þegar hjól er sett inn í hana.
Alexander Arnarsson Sæmundarskóli 6
Lyklaklemma Klemma/lykklakippa sem stækkar
átakssvæðið fyrir lykilinn(auðveldar börnum að opna dyrnar) 
Óskar Aron Stefánsson Indriði Ægir Þórarinsson Varmahlíðarskóli 5
Morgunmatarskálin Tvískipt skál/diskur. Einn
helmingur fyrir mjólk, hinn fyrir morgunkornið.
Aron Kristian Jónasson Sjálandsskóli 5
Skartgripamappan Bókarmappa til að geyma
skartgripina
Fríða Rún Eiríksdóttir Þórkatla Loftsdóttir Þjórsárskóli 5
Sögubangsi Bangsi sem hægt er að setja
upptökutæki(snjallsíma) inn í. Hægt að “spila” sögur osfrv.
Dísella Einarsdóttir Sara Rún Sævarsdóttir Árskóli 5
Töfluþrífari Töfluþrífari, með innbyggðu
vatnspreyi
Vaka Líf Kristinsdóttir Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir Seljaskóli 7
Útifataappið Forrit sem segir þér í hvernig
föt krakkar eiga að fara í, eftir veðri
Dagný Erla Gunnarsdóttir Egilsstaðaskóli 7
Vatnshreinsistöð Tveir tankar, sem nýta
sólarljósið til að hreinsa vatn.
Viktor Noesgaard Ólafsson   Seljaskóli 7
Vettlingaþurrkugrind Grind, með mörgum krókum, sem
hengd er á ofna. Mikið auka pláss fyrir vettlinga osfrv.
Ásdís Einarsdóttir Baldvin Einarsson Öxarfjarðarskóli 7
Vindur Vindknúið hleðslutæki fyrir
snjallsíma
Ylfa Sól Þorsteinsdóttir   Foldaskóli 6

Boðskort og dagskrá vinnustofu hefur verið sent út til forráðamanna og umsjónarkennara nemendanna. Í þó nokkrum tilfellum, vantaði þó netföng á umsóknunum, svo þó nokkrir hafa líklega ekki fengið boðskort, – endilega ekki hika við að hafa samband ef þið sjáið barn ykkar hér á listanum eða einhverjar spurningar vakna.

Vinnustofan sjálf, verður haldin í Háskóla Reykjavíkur, dagana 18. og 19. maí næstkomandi. Undanfarin ár hefir lokahófið sjálft verið haldið á sunnudeginum á eftir, en unnið er nú að því, að reyna að halda það strax á laugardeginum. Er það gert til að þau börn, sem koma utan af landi, þurfi ekki útvega sér gistingu, lengur en þörf er á, í bænum. Nánari dagskrá vinnustofunnar, kemur upp á allra næstu dögum.