Úrslit NKG 2022

Vilji – hvatningarverðlaun kennara

Ásta Sigríður Ólafsdóttir, Grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, hlýtur verðlaunin í ár og er Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022. Ásta hlýtur að launum 150.000 kr. í boði Samtaka iðnaðarins ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjali.

 

 

 NKG – hugmyndir nemenda

Hægt er að ýta á nafn hugmyndar, til að sjá nánar um hana. Á mörgum veggspjaldanna er QR kóði sem opnar sýnishorn forritsins/hugmyndarinnar.

Að neðan má svo sjá lista yfir allar hugmyndir sem valdar voru á vinnustofuna/úrslitin. 

AÐALVERÐLAUN NKG hljóta Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla með hugmynd sína Hjálparljós. Þær hljóta báðar Samsung Galaxy Book Pro 15,6″ fartölvu, að verðmæti 155.000 kr. að launum, í boði ELKO.

Kennari þeirra er Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir.

Aðrir sigurflokkar. Allir nemendur sem hljóta þau, fá að launum 25.000 kr. inneignarkort, í boði ELKO.

Fjármálabikar: Erna Þórey Jónsdóttir í 7. bekk Borgaskóla, hlýtur Fjármálabikar NKG og Arion banka, með hugmynd sína Styrktarkort. Kennari hennar er Signý Traustadóttir

Forritunarbikar: Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir og Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir í 6. bekk Varmahlíðarskóla, hljóta forritunarbikar NKG og SKEMA, með hugmynd sína LesBlinduHjálparAppið. Kennari þeirra er Unnur Sveinbjörnsdóttir

Hringrásarbikar: Úlfhildur Inga O. Gautsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hlýtur Hringrásarbikar NKG , með hugmynd sína EfnisBangsi. Kennari hennar er Sinead McCarron

Hönnunarbikar: Anna Heiða Óskarsdóttir, Helga Sóley Friðþjófsdóttir og Sveindís Rósa Almarsdóttir í 7. bekk Víðistaðaskóla, hljóta Hönnunarbikar NKG , með hugmynd sína Lýsandi úlpa. Kennari þeirra  er Ásta Sigríður Ólafsdóttir

Samfélagsbikar: Fríða Lovísa Daðadóttir og Ólöf Stefanía Hallbjörnsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hljóta Samfélagsbikar NKG, með hugmynd sína Skemmtilegar Biðstofur. Kennari þeirra er Sinead McCarron

Tæknibikar: Alda Sif Jónsdóttir í 7. bekk Seljaskóla, hlýtur Tæknibikar Pauls Jóhannssonar, með hugmynd sína Fuglamatari. Kennari hennar er Eiríkur Már Hansson

Umhverfisbikar: Agla Styrmisdóttir í 6. bekk Melaskóla, hlýtur Umhverfisbikar NKG og Hugverkastofu, með hugmynd sína Bangsaloppan.  Kennari hennar er Sigrún Baldursdóttir

Hér að neðan er myndir af sigurvegurum, þegar þau tóku á móti verðlaunum. Á myndunum er með þeim, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Sófús Árni Hafsteinsson, þjónustustjóri ELKO

Hér er listi yfir allar hugmyndir sem valdar voru á vinnustofuna/úrslitin. Nemendur í 5. og 6. bekk fengu, auk viðurkenningarskjala, 5.000 kr. inneignarkort í boði IKEA og nemenur í 7. bekku fenguð gjafabréf í Háskóla unga fólksins, í boði Háskóla Íslands. Ýtið á nafna hugmyndar til að sjá myndir.

 

Hugmynd Nafn nemenda Nafn hópfélaga Kennari Skóli bekkur
AðstoðarAppið Ari Líndal og Samúel Kristian Kristiansen Arna Björk Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 6
Lýsing: Uppskrifta-app fyrir daglegt líf
Bangsaloppan Agla Styrmisdóttir Sigrún Baldursdóttir Melaskóli 6
Lýsing: Bangsi með innbyggðu teppi fyrir ungabörn
EfnisBangsi Úlfhildur Inga O. Gautsdóttir Sinead McCarron Landkotsskóli 7
Lýsing: Box með endurnýttu efni, til að búa til bangsa
Fóðurskammtari Agnes Katla Kristjánsdóttir Elín Sigríður Arnórsdóttir Brúarásskóli 5
Lýsing: Hugmyndin  virkar þannig að þegar (í þessu tilfelli) hænan stígur á flipann þá rennur kornið í matskálina í sirka 4 sek.
Fuglamatari Alda Sif Jónsdóttir Eiríkur Már Hansson Seljaskóli 7
Lýsing: Timastilltur matarkassi fyrir fugla
HitaSkóHilla Hjalti Árnason og Hilmir Öxndal Ingibjörnsson Kristin Erla Ingimarsdóttir Flúðaskóli 7
Lýsing: Ofn sem er einnig skóhilla
Hjálparljós Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir Sandgerðisskóli 7
Lýsing: Hjálparljósið er ljós á litum platta, á plattanum er takki sem kveikir á ljósinu.
LesBlinduHjálparAppið Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir og Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir Unnur Sveinbjörnsdóttir Varmahlíðarskóli 6
Lýsing: App sem hjálpar lesblindum að lesa og skrifa
Lífið er stutt Alexandra Vilborg Thompson Maríanna J. Maríudóttir Urriðaholtsskóli 5
Lýsing: Ef þig langar að fá eina áskorun á dag í 365 daga þá notar þú þetta app!
Local Iceland Elín Sóley Finnsdóttir og Erla Ingimundardóttir Kristín Sesselja Kristinsdóttir Heiðarskóli 7
Lýsing: Okkur langar til þess að búi til app sem að fær fleiri ferðamenn til Reykjanesbæjar og fleiri bæja.
Lýsandi úlpa Anna Heiða og Sveindís og Helga Ásta Sigríður Ólafsdóttir Víðistaðaskóli 7
Lýsing: Úlpa með ljósum
Málningar SprautuBursti Guðmundur Hrafn Gunnarsson og Ólafur Hrafn Ólafsson Arna Björk Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 5
Lýsing: Málningarbursti með málningu í handfanginu
Muna-men Bryndís Björk Hólmarsdóttir Guðjón Magnússon Grunnskóli Hornafjarðar 5
Lýsing: Hálsmenið pípir ef þú ert of langt frá hlutunum/gleymir hlutunum.
Naglapláss Einar Ingi Jóhannsson og Andri Ólafsson Ásta Sigríður Ólafsdóttir Víðistaðaskóli 7
Lýsing: Hamar með pláss fyrir nagla
Náttborð sem lýsir Sara Dís Ingólfsdóttir Sæbjörg Erla Árnadóttir Urriðaholtsskóli 6
Lýsing: Náttborð sem er með bluetooth og borðið lýsir með tónlistinni eða bara velja lita. Langar líka að setja eitthvað á borðið með hleðslubatterí fyrir t.d. snjallúr, síma og fleira.
Peysuteppi Fríður París Kristjánsdóttir Sigrún Baldursdóttir Melaskóli 6
Lýsing: Peysa sem hægt er að breyta í teppi
PlöntuBíbari Rakel Kara Ragnarsdóttir Sæbjörg Erla Árnadóttir Urriðaholtsskóli 6
Lýsing: Blómapottur sem bíbar þegar þarf að vökva plöntuna. Liturinn á ljósinu breytist eftir hvað þau þurfa.
Skemmtilegar Biðstofur Ólöf Stefanía Hallbjörnsdóttir og Fríða Lovísa Daðadóttir Sinead McCarron Landkotsskóli 7
Lýsing: Krakkar og unglingar taka þátt í hönnun opinberra biðstofa
Smart brúsi Viktor Jens Gunnarsson og Natan Dagur Fjalarsson Lovísa Rut Stefánsdóttir Glerárskóli 7
Lýsing: Brúsi sem minnir mann á a drekka nóg
Sólhúfa Axel Freyr Þorkelsson Telma Ýr Birgisdóttir Smáraskóli 6
Lýsing: Húfa með innbyggðu sólgleraugnaplasti, sem hægt er að draga niður
SparkvallarKort Sölvi Þór Atlason Björg Gunnarsdóttir Smáraskóli 7
Lýsing: App sem sýnir leikvelli í nágrenninu
Styrktarappið Birta Hall Arna Björk Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 6
Lýsing: Öll styrktar- og góðgerðarfélög á einum stað í appi (vefsíðu).
Styrktarkort Erna Þórey Jónsdóttir Signý Traustadóttir Borgaskóli 7
Lýsing: Afsláttarkort fyrir efnalítið fólk
Táknmálatækið Þóra Guðmundsdóttir Valdís Sigurvinsdóttir Grundaskóli 6
Lýsing: App sem þýðir talað mál yfir á táknmál
TölvuMúsarPallur Arnór Dagur Árnason og Styrmir Týr Sólrúnarson Kristbjörg Sveinsdóttir Brekkubæjarskóli 6
Lýsing: Hægt er að tosa út, litla músarmottu, undan tölvunni