VILJI – Hvatningarverðlaun NKG er í boði Samtaka iðnaðarins (SI) en þau leggja áherslu á menntamál til að stuðla að bættu aðgengi fyrirtækja að hæfum starfskröftum.  Við hjá NKG erum stolt að hafa svo sterkan bakhjarl sem SI eru. Við teljum bætt tengsl og aðkoma fyrirtækja að keppninni vera mikilvægan þátt í uppbyggingu NKG og nýsköpunarmenntar á Íslandi. Það þarf að hlusta á atvinnulífið til að fá fram hvernig haga skuli menntun (og/eða áherslum) til að undirbúa nemendur fyrir framtíðarstörfin. Við þökkum SI kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

Í ár hlýtur teymið Dalskólamenning 2017 í Dalskóla, verðlaunin, „fyrir framúrskarandi framlag sitt til eflingar nýsköpunarmenntunar á Íslandi“. Teymið skipa: Þórdís Sævarsdóttir, Íris Auður Jónsdóttir, Bryndís Jónasdóttir, Björk Viggósdóttir og Ásta Bárðardóttir. Hljóta þær saman nafnbótina „ Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2017“, ásamt verðlaunum að fjárhæð 250.000kr.

Hverjir koma að verkferlinu innan skólans?

Teymið Dalskólamenning 2017 skipa 5 kennarar skólans: Myndlistarkennari, Textílkennari, Tónlistarkennari og tveir umsjónarkennarar. 

Hvernig er kennsluáætlun háttað?

Verkefnið er samþætt þemaverkefni sem kennt var tvo daga í viku, 3 kennslustundir í senn, auk list- og verkgreinatíma, á 6 vikna tímabili. Kennt var í tveim árgöngum, 4. og 5. bekk. Þemað var sjálfbærni og nýsköpun, þar sem lögð var áhersla á merkingu fjögurra lykilorða; sjálfbærni, vistspor, ofgnótt og nægjusemi. Einnig var opið að leita samvinnu við tiltekna sérfræðinga, listamenn eða nærumhverfi þar sem við átti. Nýsköpun verkefnisins fjallaði um lausnahugsun til framtíðar og uppfinningar þess efnist til framtíðar.

 Hvernig er skipulagningu kennslustunda háttað?

Verkefnið ,,Allt fullt af engu” var tekið fyrir í vísindasmiðju – Vísindin efla og tefla á sex vikna tímabili með möguleika á framlengingu í næstu smiðju. Kennsla skipulögð á 6 vikna tímabili, með áherslu á tvær 3ja kennslustunda lotur í viku + list- og verkgreinatíma. Hver tími hófst á innlögn sem var unnið úr ýmist sameiginlega eða kennara skiptu nemendahóp í smærri hópa á hvern kennara. Kennslustundir voru skipulagðar eftir verkefni dagsins og því algjörlega frjálst flæði á skiplagi tímans í þágu viðfangsefnis.

 Lýsing á framkvæmd / verkáætlun

  • Vika 1: Innlögn og kynning á viðfangsefni og lykilorðum. Umræður.
  •  Vika 2: Vistspor og slóð. Fjallað um og unnið úr; Heimsókn – reiknir o.fl., skoðað út frá nemanda, fjölskyldu, samfélagi, alheimi.
  •  Vika 3: Sjálfbærni. Fjallað um og unnið úr á bæði fræðilegan og listrænan hátt.
  •  Vika 4: Ofgnótt og nægjusemi. Fjallað um og unnið úr. Hugsað í lausnum. Sköpun. Listviðburðir.
  •  Vika 5 og 6: Uppfinningar framtíðarinnar (Makerspace frá INNoent á Íslandi); Tæki rifin í sundur, skoðuð samsetning, Hönnun, Uppfinning, Módelgerð. Listviðburðir.
  •  Vika 6: Endar með sýningu og þátttöku á barnamenningahátíð.

 

Á mynd 1 er Þórdís Sævarsdóttir ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra, en Þórdís tók á móti verðlaununum fyrir hönd teymisins. Á mynd 2 er Þórdís ásamt Steinunni Gestsdóttir, aðstoðarrektor Háskóla Íslands, en hún veitti Þórdísi viðurkenninguna.